Önnur douluhelgin í framhaldsnáminu sem er gert í samvinnu við Króatísku doulusamtökin, fyrir tilstuðlan Erasmus+
Douluhelgin í framhaldsnáminu var afar lærdómsrík og dýrmæt fyrir þátttakendur. Á námskeiðinu var lögð áhersla á siðfræði og siðferðilegar áskoranir sem bæði konur í fæðingu og doulur geta staðið frammi fyrir.
Þátttakendur veltu fyrir sér flóknum aðstæðum og skoðuðu hvernig hægt er að styðja fæðandi konur á viðkvæmum augnablikum á siðferðilega réttan og nærgætinn hátt.
Til gamans og til viðbótar við hefðbundið námsefni fékk hópurinn óvænta heimsókn frá Thea Van Tuyl, hollenskum rebozo-leiðbeinanda, sem var á landinu. Þess vegna var dagskránni hliðrað og þátttakendur fengu einstakt tækifæri til að læra um rebozo-tækni. Thea miðlaði dýrmætri þekkingu um hvernig rebozo-tæknin getur verið notuð til að auðvelda fæðingu og lina óþægindi.
Þetta voru frábærir dagar fullir af vangaveltum, pælingum og nýrri tækni sem munu efla hæfni doula til að styðja konur í fæðingu á faglegan og uppbyggilegan hátt. Samveran gaf dýpri skilning á mikilvægi hlutverks doula og þeim ólíku áskorunum sem fylgja því sem einmitt er tilgangur námsins.