top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Framhaldsdoulunám fyrir tilstuðlan Erasmus+ í samvinnu við Króatísku doulusamtökin, undirbúningi lokið.

Updated: 11 minutes ago


Magnað að fá að taka þátt í því að þróa og búa til framhaldsdoulunám doula. Sú hugmynd að dýpka og endurbæta doulunám á Íslandi hafði lengi blundað og því var alveg frábært að fá styrk og stuðning frá ERASMUS+ til þess að vinna það með Króatísku doulusamtökunum.


Soffía frá Hönd í hönd og Anita frá Króatísku doulusamtökunum höfðu um árabil hist á ráðstefnum Evrópsku doulusamtakanna og eftir endurtekin samtöl um löngun til að betrumbæta doulumenntun í sínu heimalandi létu þær reyna á að fá styrk til að geta fylgt þeirri hugmynd eftir.




Hugmyndin er að búa til átta þátta framhaldsnám fyrir doulur, þar sem doulur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína og miðla henni ásamt því að gefa reyndum doulum tækifæri til að styrkja tengslanet sitt.


Framhaldsdoulunámið mun standa öllum doulum og doulunemum sem eru í Doulusamtökum Íslands opið og er með öllu án endurgjalds. Námið verður kennt í staðnámi og fjarnámi og sett á stafrænt form svo doulur hafi aðgang að efninu, þannig getum við líka boðið þeim sem búa strjált eða geta ekki tekið þátt á uppsettum námsdögum að vera með. Við námslok fá nememdur þátttökuskírteini.


Nú í júlí 2024 er sameiginlegum undirbúningi fyrir doulunámið lokið að miklum hluta og við tekur að undirbúa kennslulotur og kenna námsefnið og þróa áfram hver í sínu lagi. Að baki eru tvær ótrúlega skemmtilegar og gefandi ferðir þar sem við kynntum okkur hvað er í gangi í landi hvors þátttökulands og unnum saman að hverjum námsþætti.


Við byrjuðum á því að taka þátt í netvinnustofu til að þróa og skilgreina hvernig námið gæti litið út. Tæplega þriggja stunda vinnustofa sem Króatísku doulusamtökin leiddu sem var áhugaverð og skemmtileg. Námsloturnar byggja svo á útkomunni úr þeirri vinnu.


Heimsókn til Króatíu í apríl 2024


Soffía, Guðrún og Halla fóru í apríl til Króatíu. Tilgangur ferðarinnar var að vinna helming námsleiðarinnar og kynna okkur króatískar aðstæður.

Við hlýddum á fyrirlestra frá samstarfskonum okkar um Króatíska kerfið og doulur í Króatíu og héldum fyrirlestur um íslenskt fæðingarumhverfi fyrir þær. Eins héldum við fyrirlestra um parsambandið og kynlíf eftir barneignir og Soffía og Anita töluðu um erfiða fæðingarreynslu. Gaman að geta miðlað svona saman en heilt yfir er reynsla fæðandi kvenna og fæðingarútkoma er nokkuð ólík á Íslandi og í Króatíu.




Við fengum líka að fylgjast með námskeiði sem tvær doulur í Króatísku doulusamtökunum halda, þær Anita og Katarina, um mannréttindi í fæðingu. Virkilega skemmtilegt og velútfært námskeið fyrir verðandi foreldra þar sem talað er um fæðingar, hvernig króatískt fæðingarumhverfi er og hvernig fæðandi konur geta haft áhrif á hvað er gert í fæðingu. Það var ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með því enda mjög leikrænt og oft á tíðum skondið svo það náði eyrum hlustenda mjög vel.


Eitt af því sem vakti áhuga okkar er hve öflugur stuðningur doula er við verðandi og nýja foreldra í gegnum netið og spjallþræði, eitthvað sem við doulur á Íslandi geta mögulega nýtt sér. Að sama skapi er öflug hefð fyrir sjálfboðaliðavinnu.


Við fengum frábæra kynningu á markaðsfræðum frá Króatískri doulu sem er grafískur hönnuður og douluvinnan hennar fer mikið fram á netinu. Hún fór yfir ólíkar leiðir til að efla tengslanet og vekja athygli á doulustörfum þar sem doulur eru ekki algengar.


Gerð kennsluáætlunar og þróun námskeiðsins

Stór hluti tíma okkar fór í að vinna að undirbúningi fyrir framhaldsdoulunámið. Setja upp kennsluáætlun, ákveða hvað yrði í hverjum þætti og hvernig námið yrði kennt. Við áttuðum okkur fljótt á því að námsnálgun yrði ólík og að við yrðum að sníða námið að hvoru landi fyrir sig en að efnistökin ættum við sameiginleg.


Meðan við vorum í Króatíu unnum við að því að útfæra námsþætti sem tengjast siðfræði, mannréttindum í fæðingu, markaðssetningu og áföll og missi.



Soffía og Anita


Við gáfum okkur líka tíma til að labba um borgina og skoða margslungna menningu og vorum svo ótrúlega heppnar að fá heimboð í nálæga sumarbústaðaferð þar sem við skiptumst á reynslusögum, horfðum á fallegt landslag og borðuðum á einum dásamlegasta veitingastað sem við höfum sest á.


Heimsókn til Íslands júlí 2024


Seinni hluti þróunar námsleiðarinnar var að taka á móti Króatísku doulunum, þær Anita, Ivana og Katarina komu til okkar í vikuheimsókn í byrjun júlí.

Aðaltilgangur ferðarinnar var að fullvinna kennsluáætlun fyrir námið og útfæra hvern námsþátt fyrir sig, undirbúa fyrirlestur til að halda á Evrópsku douluráðstefnunni sem verður haldin í Lille í Frakklandi, ásamt því að halda fyrirlestra og kynna íslenskt fæðingarumhverfi.




Við fórum í heimsókn á bæði fæðingarheimilin sem eru í Reykjavík. Starfsfólk Fæðingarheimilis Reykjavíkur og Fæðingarstofu Bjarkarinnar tóku vel á móti okkur. Það var gaman að segja frá þessari jákvæðu þróun í fæðingum á Íslandi og hve mikið frumkvöðlastarf hefur verið unnið undangengin ár.

Við heimsóttum líka Fjölskylduteymi 0-5 ára sem er hluti af Geðheilsumiðstöð Barna, þar sem tekið er á móti verðandi fjölskyldum í barnvænu umhverfi.



Haldinn var fyrirlestur um Króatískt fæðingarumhverfi af Katarinu og Ivönu sem var áhugaverður og annar fyrirlestur um mannréttindi í fæðingu sem Anita frá Króatíu hélt.



Tvær íslenskar doulur voru með opið námskeið fyrir verðandi foreldra sem við fylgdumst með. Guðrún og Mie kynntu fyrir verðandi foreldrum hvernig er hægt að nota Rebozo í fæðingu og buðu fólki að taka þátt og prófa sjálf. Eftir kynninguna var svo opið samtal um fæðingu og stuðning í fæðingu.



Við gáfum okkur líka tíma til að skoða og njóta, Guðrún bauð þeim að keyra um gullna hringinn. Þær skoðuðu fjöll og fossa og voru mjög sáttar við stoppið í Friðheimum sem alltaf er yndislegt að heimsækja.


Við fórum saman í fargufu út á Skarfakletti sem var sannkölluð upplifun því þó gufa sé svo sannarlega stunduð í Króatíu, mögulega með lengri hefð en á Íslandi er einstakt að koma við í hjólhýsi og finna hitann og svitann!









Gufa er mjög algeng í Króatíu líka en ekki endilega í hjólhýsi!
Sauna er skemmtileg hefð og sérstök upplifun að fara í hjólhýsagufu!








1 view

Recent Posts

See All

Doulur í hlaðvarpi

Við Guðrún spjölluðum um doulur og doulustarfið í hlaðvarpi hjá Virðing í uppeldi um daginn. Þáttinn má nálgast hér. Það var gaman að...

bottom of page