Úr ótta í öryggi

Fæðing er ein stærsta stund í lífi konu og ný fjölskylda fæðist svo að mörgu að huga fyrir fæðingu. Flestir finna fyrir mikilli tilhlökkun þegar kemur að stóra deginum en oft læðist líka að okkur beygur er fæðingin nálgast. Hvernig verður fæðingin? Hvernig get ég tekist á við verkina? Á ég eftir að öskra frá mér allt vit?

Í fyrirlestrinum förum við yfir algengan ótta sem við finnum fyrir á meðgöngu og leiðir til að takast á við fæðingu svo sem hvernig maður getur beislað ótta, bægt óþægilegum tilfinningum frá og tekist á við aðstæður sem krefjast alls af manni.

Verðandi foreldrar eru virkir þátttakendur á námskeiðinu og námskeiðshefti fylgir.

Kjörið fyrir hópa