Fjölskyldu- og paraviðtöl

Auk doulustuðnings er Soffía með para- og fjölskyldumeðferð

Pararáðgjöf felur í sér að skoða samskiptin sín, skoða ágreiningsmál og hvernig er hægt að leysa þau. Unnið er eftir gagnreyndum parameðferðum svo sem EFT (Emotional focused couples therapy)  og Gottman. Kenndar eru aðferðir til að leysa ágreining, minnka pirring og reiði og auka nánd og skilning. Algengt er að fólk leiti til okkar þegar samskipti eru stirrð og pirruð, fjarlægð komin í samskiptin og nánd hefur minnkað eða mikil streita er í sambandinu.

Viðtalstími er 55 mínútur og kostar 12.000.-

Fjölskyldumeðferð / uppeldisráðgjöf

Stundum þarf maður að setjast niður með einhverjum óháðum aðila og fá aðstoð við að skilja sjálfan sig, sína stöðu í fjölskyldunni og hvert fjölskyldan stefnir. Fá betri innsýn í hver maður er, hvar maður hvaða samskipti maður vill bæta. 

Margir vilja styrkja sig í að setja sér og öðrum mörk. Taka tíma til að átta sig á hvernig maður getur annast sjálfan sig.

Sumir upplifa að þeir séu að brenna út í foreldrahlutverkinu, sífelldar kröfur og endalaus verkefni. ,

Viðtalstími er 55 mínútur og kostar 12.000.-