Sængurlegudoula

Nýja fjölskyldan

Það jafnast fátt á við að vera með litla barninu sínu, en það er á sama tíma oft krefjandi. Við erum að kynnast nýja fjölskyldumeðliminum og okkur sjálfum og aðlagast því að vera fjölskylda. Það er margt að taka inn, margt að læra og líðan okkar getur verið á ýmsa vegu.  Á þessum spennandi en oft krefjandi tíma er gott að hafa aukinn stuðning. Einhvern sem hlustar, hjálpar og er til staðar án þess að dæma.

Við hjá Hönd í hönd þekkjum þessar aðstæður og erum til staðar fyrir nýjar fjölskyldur á fyrsta ári barnsins. Við veitum foreldrum stuðning á jafningjagrundvelli með það í huga að sinna móður og barni af alúð svo þau geti aðlagast nýju hlutverki, kynnst og hvílst.  
Við veitum hjálparhönd sem felur í sér stuðning, viðveru, fræðslu og aðstoð með umönnun barnsins og léttum undir eftir þörfum.

Þjónustan okkar

Við bjóðum almennt upp á tvær þjónustuleiðir

 • 2 vitjanir  í viku
 • 4 vitjanir í viku

Lengd vitjana er eftir þörfum, 1,2,4 klst. en lágmarksheildarþjónusta er 4 klst.

Stundum koma upp sérstakar aðstæður og þá er hægt að hafa samband við okkur utan venjulegs þjónustutíma. Það skiptir okkur máli að vera til staðar þegar á þarf að halda. Við svörum í síma 862- 4804 og alltaf er hægt að senda okkur tölvupóst á soffia@hondihond.is

Þjónustan okkar felur meðal annars í sér:

 • Fæðingarúrvinnslu
 • Spjall um líðan og leiðir til að takast á við nýtt hlutverk
 • Fræðsluefni og tilvísanir er varðar móðurhlutverkið, líðan og afþreyingu
 • Aðstoð við að lesa í merki barnsins
 • Aðstoð við að læra að róa börn
 • Fræðsla um almennar svefnvenjur barna
 • Aðstoð með burðarsjöl og poka, notkunargildi og öryggisatriði
 • Hugsa um barnið meðan móðir fer í sturtu eða veitir eldra barni sérstaka athygli.
 • Aðstoð við að koma upp stuðningsneti vina og ættingja
 • Útbúa létta máltíð fyrir móður
 • Aðstoð við að skipuleggja daglegt líf
 • Fótanudd
 • Létt heimilisverk, svo sem setja í uppþvottavél, ganga frá þvotti barnsins.
 • Annar stuðningur eftir þörfum og óskum.

Við erum til staðar fyrir móður og barn

Þjónustan nýtist öllum sem eru að aðlagast nýju hlutverki en kannski sérstaklega foreldrum:

 • barna með kveisu/óværð
 • barna með sérþarfir
 • þegar vanlíðan er þekkt eða viðbúin
 • með lítið stuðningsnet
 • sem eru ungir
 • sem finna fyrir óöryggi
 • fjölbura
 • Aðrar þarfir

 

Markmið okkar er alltaf að efla foreldra í nýju hlutverki, auka foreldrafærni og vera til staðar þegar á þarf að halda.