Nudd og slökun í fæðingu

Námskeið fyrir pör sem eiga von á barni og eru að undirbúa sig fyrir komandi fæðingu.

Farið er ítarlega í ólíkar leiðir til að takast á við fæðingu, leiðir sem geta hjálpað foreldrum í fæðingunni sjálfri og þátttakendur eru virkir meðan á námskeiðinu stendur og fá að æfa sig.

Farið er yfir öndunaræfingar og slökun, hvernig nudd og þrýstipunktar geta linað verki. Rebozo-sjöl eru kynnt sem hjálpartæki í fæðingu og farið yfir stöður og stellingar sem geta auðveldað og jafnvel flýtt fyrir fæðingu.

Farið í hvaða styrkleika pör búa yfir og hvernig þau geti nýtt þá í fæðingunni.

Markmið námskeiðsins er að foreldrar fari vel undirbúnir inn í fæðinguna, með kunnáttu sem nýtist vel þegar á hólminn er komið.


Lögð er sérstök áhersla á samvinnu maka og stuðning í gegnum fæðinguna

Námskeiðið kostar 14.000.- fyrir parið og skráning fer fram hér