Nokkur orð um parasambandið

Að eignast er fyrir flesta dásamleg og eftirsóknarverð breyting á lífinu. Allt breytist og verður betra. Líklega verður ekki meiri breyting á parasambandi en við það að eignast fyrsta barnið. Allir fá nýtt hlutverk og það tekur tíma að læra inn á barnið, sjálfan sig og parasambandið.  Meirihluti foreldra kannast við að hafa stögglað í sambandinu sínu fyrsta ár barnsins og að það taki tíma að aðlagast og lenda á fótunum aftur. Skal engan undra, það tekur tíma að annast lítið barn, bleiuskiptingar, þvottur og umönnun fyllir upp í tímann manns. Það er mikilvægt að gæta að verkaskiptingunni, skipta verkum jafnt á milli sín og ræða oft hver gerir hvað. Sumir detta inn í góða verkaskiptingu á heimilinu en flestir þurfa að gefa sér tíma til að ræða hlutina og finna taktinn. Svefninn er oft minni fyrsta árið eftir að barnið er fætt og lítill svefn gerir allt erfiðara. Með því að gæta þess að allir á heimilinu hvílist nóg gengur flest betur. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að finnast maður verða að gera eitt og annað og taka það fram yfir svefninn en svefninn ætti að vera forgangsatriði. Þetta er sérlega mikilvægt ef barnið sefur slitrótt eða lítið. Síðast en ekki síst er mikilvægt að muna að í brimrótinni verður maður að muna að vera bandamaður maka síns. Spjalla mikið saman þegar vel gengur og enn meira þegar harðnar á dalinn.