Námskeið

FÆÐINGARFRÆÐSLA Á NETINU

Fæðingarfræðslunámskeið þar sem farið er yfir fæðinguna stig af stigi, hlutverk hormóna útskýrt og rætt um við hverju megi búast og hvernig hægt er að styrkja hlutverk fæðingarfélaga. Nægur tími til að spyrja og svara spurningum sem brenna á fólki.

Verð: 12.000.- skráning á soffia@hondihond.is

NUDD OG SLÖKUN

Praktískt og skemmtilegt fæðingarundirbúningsnámskeið þar sem farið er yfir góð og gagnleg ráð sem nýtast pörum vel í fæðingunni. Á námskeiðinu er farið yfir einfaldar slökunaræfingar og góðar stellingar og stöður í fæðingunni. Kenndar eru leiðir til að nudda á meðgöngu og í fæðingunni, farið yfir hvernig er hægt að nota rebozo til slökunar og bent á góðar og áhrifaríkar leiðir til að takast á við fæðinguna. Við förum yfir hvaða bjargráð nýtast okkur best.

Námskeiðið kostar 14.000.- kr. fyrir parið.

Næstu námskeið:

24. mars kl. 17.30

5.maí kl. 17.30

Námskeiðið er hluti af fjögurra skipta námskeiðaröð í Lygnu sem lesa má nánar um á lygna.is

Skráning á soffia@hondihond.is

Einnig er námskeiðið aðgengilegt í formi einkatíma og í gegnum netið.

Fyrstu fjórir mánuðirnir

Námskeið þar sem við förum yfir fyrstu vikur og mánuði litla barnsins. Á námskeiðinu er farið yfir fyrstu þroskastig barnsins, tjáningarleiðir þess svo sem hvernig það segir okkur að það sé svangt eða vilji leika. Farið er í leiðir til að róa barn og hvernig þekkja megi þreytumerki barns. Farið er yfir svefn og vökustig barnsins og getu nýburans til að tengjast foreldrum.

Við förum yfir praktísk atriði eins og hvað er gott að eiga, hvernig á að reifa barn og örugga svefnstaði, sem og líðan foreldra.

Næstu námskeið:

Þriðjudagurinn 7.apríl kl. 17.30

Skráning á lygna.fjolskyldumidstod@gmail.com eða hér