Fæðingarundirbúningur djúpslökun

Fæðingarundirbúningur – djúpslökun

Þriggja skipta fæðingarundirbúningsnámskeið, sniðið að ykkar þörfum.

Lögð er áhersla á djúpslökun í anda hypnobirth. Í hverjum tíma er farið í gegnum leidda hugleiðslu til að undirbúa komu barns. Á sama tíma er farið yfir helstu atriði er varða fæðingu svo sem fæðingarferlið, mikilvægi hormónajafnvægis, öryggis í fæðingu og styrkleika.

Þátttakendur á námskeiðinu hafa talað um að hafa fundið mikið öryggi eftir námskeiðið og að efni námskeiðsins hafi hjálpað mikið í fæðingunni sjálfri.

Gerðar eru slökunaræfingar og foreldrar fá með sér efni heim til að æfa og viðhalda kunnáttunni.

Gera má ráð fyrir að hvert skipti sé í kringum 90 mínútur og tímasetning og staðsetning er samkomulags atriði.

Námskeiðið kostar 40.000.- fyrir parið