Er barnið svangt?

Nýfætt barn treystir á umönnunaraðila sinn. Það treystir á að umönnunaraðilinn túlki það sem barnið er að segja því í hag. Það er alveg eðlilegt að það taki tíma að kynnast barni og átta sig á því hvað það er að segja manni. Fyrst um sinn sofa börn mest og eru mikið í að drekka og sofa.

Barn er ótrúlega duglegt að segja til hvenær það er orðið svangt eða tilbúið til að drekka. Fyrstu merkin eru að það fer að hreyfa höfuðið lítilega til, leita og rótera. Það opnar munninn enn betur og fer svo að hreyfa höfuðið ákveðið til beggja hliða og leita frekar ákaft. Þetta eru svona fyrstu merkin sem maður sér.

Svo fara þau að setja hendina upp í munn, teygja sig og reygja og maður verður var við aukna hreyfingu. Þarna er barnið orðið svangt og vill endilega fá að borða. Ef maður getur er gott að byrja að gefa barninu að drekka þarna.

Síðustu svengdarmerki ungra barna er þegar þau eru orðin rauð um andlit og niður á kroppinn, hreyfingar eru áberandi og þau skríkja jafnvel og að lokum fara þau að gráta.

Nýfædd börn gráta oft við lítið tilefni, það er alveg eðlilegt og viðbúið að barn gráti því það er svo tilbúið að drekka en það er ávinningur af því að gefa barni strax að drekka áður en það verður mjög svangt.

Myndaniðurstaða fyrir hungry cues

Myndaniðurstaða fyrir hungry cues
Myndin hér að neðan er fengin hjá Storkmama og sýnir myndrænt merki barnsins.